Plantforce C - vítamín

Mörg vítamín sem eru á markaðnum í dag nýtist líkamanum illa. Til að nefna dæmi þá eru flest C-vítamín unnin úr maís sem er ein helsta GMO uppspretta Bandaríkjanna. Við bjóðum uppá Plantforce C vítamín Complex í duftformi sem nýtist líkamanum mjög vel. Það er 100% lífrænt og hitað við lágmarkshita til þess að hámarka nýtingu og varðveita þessi viðkvæmu efnasambönd. Það inniheldur lífræn og náttúrulega uppsprettu frá lífrænu acerola, camu camu, appelsínu og sítrónu.
C vítamín stuðlar að eðlilegri virkni ónæmiskerfisins og dregur úr þreytu. Einnig stuðlar það að eðlilegri myndun kollagens sem er nauðsynlegt fyrir viðhald húðarinnar og til að viðhalda styrk beina og tanna. C vítamín verndar frumurnar gegn oxunarálagi og er gott fyrir æðaheilsu.
Acerola kirsuber er í raun ekki kirsuber þrátt fyrir að nafnið gefi það til kynna. Acerola Kirsuber er ein C-vítamínríkasta fæða sem fyrirfinnst. Það er einnig ríkt af A-vítamínum og andoxunarefnum.
Camu Camu berin er svokölluð "ofurfæða". Þau eru stútfull af C-vítamínum, ásamt öðrum andoxunarefnum sem styrkja ónæmiskerfið. Camu Camu berin eru oft notuð hjá fólki í Amazon regnskóginum þar sem þau hafa ýmis jákvæð áhrif á heilsu fólks.
Innihald: Lífrænt acerola kirsuber (Malpighia glabra L.), lífræn camu camu ber, (Myrciaria dubia), lífræn appelsína, lífræn sítróna.
Tillaga að notkun: Blandið 1 teskeið (2g or 5 ml) daglega í glas af vatni, djús, jógúrt eða smoothie.
- Náttúruleg uppspretta C-vítamíns úr fæðunni í duftformi
- 100% lífræn innihaldsefni
- Samblanda af lífrænu acerola, camu camu, appelsínu og sítrónu
- 50 skammtar
Geymist þar sem börn sjá ekki og ná ekki til
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Vítamín og fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis.