
Petzl Reactik er öflugt 220 lúmena ljós sem aðlagar sig eftir birtu með REACTIVE tækni. Ljósnemi nemur birtustigið úti og stillir sjálfkrafa styrkinn á ljósinu í samræmi við birtuna úti til að spara rafhlöðuna. Hægt að stilla ljósið á 3 stillingar eftir því hversu lengi maður vill að rafhlaðan endist (3:30, 6:00 eða 12:00) og ljósið aðlagar sig eftir þörfum. Hægt að kveikja á rauðu ljósi fyrir betri nætursýn. Læsing er á ljósinu til að koma í veg fyrir að það kveiki á sér í bakpokanum. 1800mAh Lithium-Ion hleðsluraflaða sem er hlaðin með micro USB snúru. Hægt er að setja breytistykki í ljósið til að nota venjulegar rafhlöður (fylgir ekki með). Þyngd: 115gr.
Taka af óskalista
Setja á óskalista
Lesa fleiri umsagnir