Fantastic Favorites Origins Skincare Essentials

Sex mest seldu vörurnar frá Origins í einum kassa. Allt frá hreinsi til rakakrems.
Settið inniheldur:
Checks and Balances™ Frothy Face Wash 30ml:
Hvað er þetta? Vinsælasti andlitshreinsirinn okkar, sem hreinsar auðveldlega farða, óhreinindi og olíu af húðinni svo hún verður sérlega hrein. Um vöruna: Þessi freyðandi andlitshreinsir er svo mildur að óhætt er að nota hann daglega. Hann inniheldur þang, hveitiprótín og túrmalín og hentar öllum húðgerðum. Þurr og feit svæði á húðinni verða hrein, fersk og í góðu jafnvægi og vellíðan færist yfir húðina. Ilmkjarnaolíur með hressandi piparmyntu örva skynfærin. Vörurnar frá Origins innihalda hágæða plöntur og innihaldsefni frá jörðinni og hafinu sem eru blönduð með öruggum, hreinum aðferðum sem styðjast við háþróaða tækni og vísindi. Vörurnar frá Origins eru framleiddar úr sjálfbærum hráefnum, með vindorku og vistvænum framleiðsluaðferðum.
Clear Improvement™ Active Charcoal Mask to Clear Pores 15ml
Kolamaski sem sogar óhreinindi og mengandi efni út úr svitaholunum.
Ræstingateymi sjálfrar náttúrunnar fjarlægir allt sem veldur vandamálum og gefur húðinni kjörskilyrði til að líða vel og ljóma. Bambuskolin virka eins og segull sem djúphreinsar svitaholurnar, hvítur kaólínleir sogar til sín eiturefni úr umhverfinu og letisín leysir upp óhreinindi. Húðin verður tær og geislandi og þér finnst hún tandurhrein.
Dr. Andrew Weil for Origins™ Mega-Mushroom Relief & Resilience Soothing Treatment Lotion 50ml:
Alkóhóllaust, rakagefandi húðkrem sem róar húðina og gefur henni frísklega og notalega tilfinningu. Gefur húðinni samstundis raka, með kjarna úr squalene og sólblómafræjum, og gerir hana raka og hraustlega. Styrkir viðnámsþrek húðarinnar og minnkar sýnilega ertingu og roða, með Mega-Mushroom-blöndunni frá dr. Weil, en hún inniheldur chaga-, cordyceps-, coprinus- og reishi-sveppi, auk hafþyrnis, mjólkursýrugerla og camelina-olíu. Húðin verður þegar í stað hraustlegri og frísklegri. Hentar vel fyrir viðkvæma húð sem ertist auðveldlega. Helstu innihaldsefni: • Chaga er öflugt úrræði gegn húðertingu og inniheldur sérhæfð andoxunarefni. • Reishi er öflugur gegn húðertingu, linar óþægindi og róar húðina samstundis. • Cordyceps hafa verið notaðir til að meðhöndla þreytu í bæði hefðbundnum kínverskum og hefðbundnum tíbetskum lækningum. Chaga er almennt álitinn vera í jafnvægi milli yin og yang. • Blekilsveppur er rómaður fyrir öfluga andoxandi virkni og róar og sefar húðina. • Hafþyrnir, sem er berjategund frá Kína, hefur öfluga virkni gegn húðertingu og er því vinsæll í „húðarneyðartilvikum“. Varan inniheldur öflug andoxandi efni. • Mjólkursýrugerlar eru gerjaðar örverur sem eru vinsælar vegna styrkjandi eiginleika þeirra fyrir húðina. • Camelina-olía er unnin úr plöntunni í blóma og er rómuð fyrir sína mörgu kosti.
GinZing™ Into the Glow Brightening Serum 15ml:
Þetta fjölvirka serum gerir húðina tærari þegar við fyrstu notkun. Blandan, sem inniheldur C-vítamín og 5% Retexturising Complex, mýkir strax húðina og dregur smám saman úr sýnileika svitahola.
Þetta er það sem varan gerir:
5% Retexturizing Complex – sem er blanda af kjarna úr grænum kaffibaunum og AHA/BHA – hjálpar þér að efla náttúrulega ensímvirkni húðarinnar og hraða endurnýjun frumnanna, en þannig verður húðin sléttari og svitaholur minna sýnilegar. Þessi fljótvirka formúla með öflugum C-vítamínum gerir húðina tæra eftir fyrstu notkun, en hýalúrónsýra veitir húðinni raka. Þetta serum er sérblandað til að færa þér ósvikna útgeislun.
Vörurnar frá Origins innihalda hágæða plöntur og innihaldsefni frá jörðinni og hafinu sem eru blönduð með öruggum, hreinum aðferðum sem styðjast við háþróaða tækni og vísindi. Vörurnar frá Origins eru framleiddar úr sjálfbærum hráefnum, með vindorku og vistvænum framleiðsluaðferðum.
Dr. Andrew Weil for Origins™ Mega-Mushroom Relief & Resilience Fortifying Emulsion 30ml
This skin-quenching, barrier-boosting, featherweight formula with Plant-Derived Hyaluronic Acid, Soothing Reishi and Fermented Chaga delivers +128% hydration.*
How to use: Apply AM & PM to clean skin, after treatment lotion and serum.
*Clinical testing conducted by brand on 25 women, ages 21-66, immediately after using product. Effect varies by individual.
GinZing™ Refreshing Eye Cream to Brighten and Depuff in Original 5ml
Frískandi augnkrem sem lýsir upp augnsvæðið, minnkar þrota og gefur raka.
Með tímanum dregur kremið úr dökkum blettum undir augum. Kemur í tveimur litum.
-Minnkar þrota og lýsir samstundis upp augnsvæðið.
-Frískar húðina og hjálpar til við að draga úr sjáanlegri þreytu með Panax Ginseng og koffín úr kaffibaunum.
-Dregur úr dökkum baugum með Vítamín-C og Niacinamide
-Dregur úr þrota með appelsínu hýði.