
Hljómsveitin Moses Hightower sendir hér frá sér sína aðra breiðskífu sem ber nafnið Önnur Mósebók. Frumburður sveitarinnar frá árinu 2010, Búum til börn, gerði virkilega góða hluti hér á landi og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Nýja skífan er 10 laga gripur og inniheldur m.a. lagið Stutt skref sem hefur verið vinsælt á útvarpsstöðvum landsins og Sjáum hvað setur.
Lagalisti:
- Stutt skref
- Tíu dropar
- Inn um gluggann
- Sjáum hvað setur
- Margt á manninn lagt
- Háa c
- Mannhöfin sjö
- Góður í
- Troðinn snjór
- Byrjar ekki vel
- Gerð : Vínylplötur
Taka af óskalista
Setja á óskalista
Lesa fleiri umsagnir