Nordaid B12 67 dagskammtar

Öflugur B12 vítamín munnúði frá Nordaid með 1200 mcg í þremur úðum.
Bragðgott, einfalt og þægilegt.
Með frískandi mintubragði.
Munnúðinn nýtist líkamanum allt að 50% betur en hefðbundnar töflur og hylki, þar sem vítamínið frásogast beint í gegnum slímhúð munnhols og út í blóðrásina.
Það gefur betri árangur heldur en ef vítamínið þarf að ferðast í gegnum meltingarveginn, þar sem ákveðnir þættir geta komið í veg fyrir að B12 vítamín nýtist sem skyldi.
Úðinn inniheldur 67 dagskammta í einu glasi á betra verði en sést hefur.
B12 skortur er geysilega algengur og getur haft í för með sér margvísleg alvarleg heilsufarsvandamál. B12 vítamín er vatnsleysanlegt, sem þýðir að það safnast ekki upp í líkamanum og af því leiðir að nauðsyn er að taka það inn reglulega.
Nordaid B12 vítamín munnúði:
- Öflugur úði sem frásogast og nýtist hratt og vel
- Vinnur gegn þreytu og sleni
- Stuðlar að betri andlegri líðan
- Vinnur gegn minnistruflunum
- Styrkir ónæmiskerfið
Fyrir hverja er Nordaid B12 vítamín munnúði?
- Alla sem eru þreyttir og orkulausir
- Þá sem þjást af streitu
- Alla sem eru Vegan eða grænmetisætur
- Þá sem nýta illa B12 úr fæðu og/eða töflum
- Eldra fólk, sem þarf sérstaklega að huga að B12 inntöku
- Þá sem taka magalyf, sem geta komið í veg fyrir upptöku á B12
- Alla sem vilja tryggja að þau vítamín sem notuð eru, nýtist líkamanum sem skyldi
Hvers vegna að velja Nordaid?
- Munnúðinn inniheldur virkasta form B12 vítamíns – Methylcobalamin
- Rannsóknir hafa sýnt að það form er með besta upptöku í mannslíkamanum
- Inniheldur hvorki sykur né gervisykur
- Mikil gæði og fyrsta flokks sérvalið hráefni
- Nútíma loftlausar umbúðir sem tryggja ferskleika og endingu
- GMP vottað
Innihald:
B12 Methylcobalamin – 1200 mcg í þremur úðum.
Að auki: Hreinsað vatn, stevía, sítrónusýra, kalíumsorbat, náttúrulegt mentol og minta.
Notkunarleiðbeiningar:
Þrír úðar á dag gefa 1200 mcg af B12 vítamíni.
Þegar munnúðinn er notaður í fyrsta skipti er gott að ýta nokkrum sinnum á úðahausinn til að fá vökvann upp í rörið.
Hristið glasið fyrir notkun.
Úðið undir tunguna eða innan á kinnina.
Munið að setja hettuna á úðahausinn og geymið flöskuna þannig hún standi lóðrétt.
Ef munnúðinn er ekki notaður í langan tíma, þá getur hann stíflast. Ef það gerist þá þarf að hreinsa úðahausinn með heitu vatni.