Hæ!
Mér finnst fátt jafn notalegt og að setjast niður með fjölskyldunni og borða góðan mat. Ef hráefnið er ferskt og gott er ekkert mál að útbúa dýrindis máltíð á innan við hálftíma og mér finnst dásamlegt að geta gripið í uppskriftir sem eru fljótlegar, hollar og svo góðar að allir hlakka til að borða.
Ég er oft á þönum allan daginn (eins og svo margir) og finnst því algjör lúxus að geta keypt í matinn á netinu þegar mér hentar (til dæmis á kvöldin þegar allt er orðið rólegt) og fengið ferska matvöru senda heim að dyrum. Það er bara æði.
Hér eru nokkrar uppskriftir sem eru í uppáhaldi hjá minni fjölskyldu og ég hlakka til að deila með ykkur fleiri uppskriftum á Heimkaup.
Vonandi finnur þú uppskrift sem slær í gegn á heimilinu 😊
Linda Ben
ATH: Yfirfarið endilega körfuna þegar þið eruð búin að setja uppskriftina í hana - það getur komið fyrir að hráefni seljist upp. Þá er um að gera að finna eitthvað annað sambærilegt í staðinn á Heimkaup.