Trúbrot: Lifun

180 gr vínylplata
Meistaraverkið …Lifun var frumflutt á tónleikum í Háskólabíói þann 13. mars 1971.

3.990 kr.

Pantaðu fyrir 17:00 og fáðu vöruna senda heim samdægurs. Frí heimsending á pöntunum yfir 4.000 kr.
Þú getur sótt vöruna til okkar í dag
Alda Music
SLP689

Trúbrot: Lifun


Meistaraverkið …Lifun var frumflutt á tónleikum í Háskólabíói þann 13. mars 1971. Í kjölfarið héldu meðlimir ofurgrúppunnar Trúbrots til London í upptökur, en þá taldi hljómsveitin þau Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Shady Owens, Karl Sighvatsson og Gunnar Jökul Hákonarson. Platan var tekin upp í Morgan Studios og Sound Techniques í London undir stjórn upptökumeistarans Jerrys Boys, sem vann meðal annars með Bítlunum, Rolling Stones og Pink Floyd. Platan kom svo út á Íslandi í júní 1971 og þar með var blað brotið í tónlistarsögu þjóðarinnar.

Á plötunni eru gersemar sem hafa markað íslenska dægurtónlist allar götur síðan hún kom út; nefna má To be Grateful, Am I Really Livin', Tangerine Girl og Old Man.

…Lifun er plata fyrir alvöru safnara!

Lagalisti:

 1. I. Forleikur (Lives Overture)
 2. Margföld er lifun, er lifum við ein
 3. Hush-A-Bye
 4. To Be Grateful
 5. School Complex
 6. Tangerine Girl
 7. Am I Really Livin'?
 8. II. Forleikur (Circulation)
 9. What We Believe In
 10. Is There A Hope For Tomorrow
 11. Just Another Face
 12. Old Man
 13. Death And Finale

Umsagnir. Aðeins kaupendur geta gefið umsögn um vöru.

(5)
5 Stjörnur af 5
5x5
4x0
3x0
2x0
1x0
Skrifa nýja umsögn
Gunnar Skarphéðinsson
23.12.2017 22:03:49
frábært kom eins og skot austur
Bjartur Aðalbjörnsson
27.01.2016 12:49:57
Besta plata Íslandssögunnar að mínu mati. Glæsileg endurútgáfa sem löngu var orðin tímabær. Pressan er unnin upp úr original teipunum samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk frá Senu. Hljómar vel í græjunum hjá mér.
Björn Lúðvíksson
10.10.2015 10:55:12
Platan er góð en mér finnst ekki gott að vera plataður til kaupa á þessari plötu í nafni útsölu á kr. 3.660 og sjá svo þegar útsölunni lýkur að hún kostar kr. 2.990. mig langar helst ekki til að kaupa hér aftur og fæ óbragð í munninn.
Þorleifur Sigurður Ásgeirsson
10.08.2015 22:54:48
Lifun hefur aldrei hljómað betur. Ég veit ekki hvort hún hefur verið endurhljóðblönduð, en ég hef rökstuddan grun um að 180 gr. vínyllinn spili mikið inn í hljómgæðin Skyldueign!
Símanúmer: 550 2700 Netfang: samband@heimkaup.is Opnunartími í Smáratorgi 3, Kópavogi er Mán. - fös. 11:00 - 18:30 og Lau. 11:00 - 14:00. Við keyrum út samdægurs alla daga vikunnar. Copyright © 2018 Heimkaup