
Þessi bók er meiriháttar flott fyrir heklara! Já fátt er sætara en litlir heklaðir barnaskór! Krúttlegt hekl fyrir litlar tásur er glæný bók – sem kemur í búðir nú í vikunni. Í henni er að finna fjölda uppskrifta að yndislegum, hekluðum ungbarnaskóm, þar á meðal eru skór, stígvél og ilskór. 30 uppskriftir og hverri og einni fylgja greinargóðar leiðbeiningar. Rúmlega 200 ljósmyndir prýða bókina en þar á meðal eru myndir sem sýna skef fyrir skref heklaðferðirnar og tæknina sem notuð er hverju sinni. Uppskriftirnar eru í stærðum fyrir 0–6 og 6–12 mánaða börn. Þetta er eiguleg bók sem gripið verður til aftur og aftur!
Umsagnir
(3)
Ónafngreindur kaupandi vörunnar
Björg Kristinsdóttir
Lesa fleiri umsagnir