iCare D vítamín 2000 IU (25 mcg) 120 perlur

Allir þurfa D-vítamín á bætiefnaformi skv. Landlækni. D-vítamínskortur er vandamál víða um heim og er talið að ekki minna en 1/3 jarðarbúa þjáist á einhvern hátt vegna þess.
iCare D-vítamínið kemur í örlitlum perlum sem auðvelt er að taka inn og er 4 mánaða skammtur í glasinu.
D-vítamín er talið leika lykilhlutverk gegn bólgum í líkamanum og skortur getur átt þátt í því að ónæmiskerfið virkar ekki sem skyldi.
Það þurfa allir að fá D-vítamín á bætiefnaformi frá 2 vikna aldri skv. Landlækni þar sem við getum ekki fengið nægilega mikið úr matnum né frá sólinni. Þetta er eina vítamínið sem ungabörn fá ekki með brjóstamjólkinni og svo þurfa ófrískar konur að passa vel uppá að taka nóg af D-vítamíni ásamt Omega-3, fólínsýru og öðru því sem þörf er á.
Margir þurfa að taka inn meira af D-vítamíni en sem nemur opinberum ráðleggingum.
Helsta ástæðan er líklega sú að allt of margir eru í skorti eða við skortsmörk á meðan ráðlagðir dagsskammtar miðast við að viðhalda gildunum en ekki að hækka þau.
Þar sem D-vítamín er fituuppleysanlegt efni, getur líkamsfita safnað því saman og þess vegna þurfa þeir sem eru yfir kjörþyngd meira D-vítamín en þeir sem grennri eru.
Viðmiðunargildi fyrir efri mörk daglegrar meðalneyslu fyrir D-vítamín, þ.e. daglegrar neyslu í langan tíma, eru 100 µg á dag (4000 AE) fyrir fullorðna og börn yfir 11 ára aldri, 50 µg (2000 AE) fyrir börn eldri en eins árs að tíu ára aldri og 25 µg (1000 AE) fyrir ungbörn að eins árs aldri.
iCare D-vítamín innheldur 2000 AE (Alþjóðlegar einingar) í hverri perlu og eru 120 perlur í hverju glasi.
Geymist þar sem börn sjá ekki og ná ekki til
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Vítamín og fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis.