Guli miðinn fólinsýra með B12 60 hylki

Fólinsýra og B12 vinna náið saman í líkamanum.
Fólinsýra tilheyrir flokki B vítamína og er nauðsynleg fyrir eðlilega starfsemi líkamans. Hún er sérstaklega mikilvægt fyrir konur sem huga að barneignum því skortur á fólinsýru getur m.a. leitt til klofins hryggs.
Fólinsýra er nauðsynleg öllum til að viðhalda heilbrigði hjarta og æðakerfis og fyrir eðlilegan blóðbúskap og hún hjálpar við orkuvinnslu fæðu svo að líkaminn geti nýtt fæðuna sem best.
Fólk sem er undir miklu álagi og streitu er í meiri hættu á að líða skort á fólinsýru, en skortur getur lýst sér sem þreyta, pirringur, höfðuverkur og minnkuð matarlyst.
Ýmis lyf geta valdið skorti á fólínsýru, meðal annars sýrubindandi lyf og getnaðarvarnarlyf.
Notkunarleiðbeiningar: 1 hylki á dag með mat
Innihald í 1 hylki: 400 mcg fólínsýra, 10 mcg B12 vítamín
Önnur innihaldsefni: örkristallaður sellulósi, maltódextrín, hypromellose, tvíkalsíumfosfat, jurta magnesíumsterat, kísildíoxíð
Ráðlagður dagskammtur skv. embætti Landlæknis:
Fólat
- 6-11 mán: 50 µg
- 12-23 mán: 60 µg
- 2-5 ára: 80 µg
- 6-9 ára: 130 µg
- Konur
- 10-13 ára: 200 µg
- 14-17 ára: 300 µg
- 18-30 ára: 400 µg
- 31 árs og eldri*: 300 µg
- *Konum á barneignaaldri er ráðlagt að neyta 400 µg á dag
- Á meðgöngu: 500 µg
- Með barn á brjósti: 500 µg
- Karlar
- 10-13 ára: 200 µg
- 14 ára og eldri: 300 µg
Jákvæðu áhrif fólínsýru nást með daglegri inntöku á 400 μg af viðbót fólínsýru í a.m.k. einn mánuði fyrir og allt að þremur mánuðum eftir getnað.
Geymist þar sem börn sjá ekki og ná ekki til
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Vítamín og fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis.