
Gtech GT 4.0 rafmagns sláttuorf

Nýtt og endurbætt sláttuorf með þægilegu sérhönnuðu handfangi og öryggisbeisli sem auðveldar garðyrkjustörfin þín enn meir en áður. Með 30 mínútna hleðslu og léttri þráðlausri hönnun munt þú geta slegið og kantskorið grasið þitt á örskömmum tíma.
- 30 mínutnahleðsla og þar með vinnutími
- Létt og þægilegt í notkun
- Plast blöð í stað girnis sem auðvelt er að festa og skipta um
- Vinnuvistvænt handfang og beisli
Þráðlaus þægindi með Gtech sláttuorfi
Þetta rafhlöðu sláttuorf er knúið af 18v vél sem gerir þér auðvelt að slá og kantskera lóðina. Þar sem Gtech sláttuorfið vegur aðeins 1,85 kg og er auðvelt í notkun léttir það á lagið á axlir, háls og bak
Hagnýt notkun
Hagkvæmnin og árangurinn er mikilvægur en sláttuorfið er einnig auðvelt í notkun. Þess vegna höfum við bætt við stillanlegu hjálparhandfangi og öðru þægilegu handfangi þannig að þyngdin á sláttuorfinu er í jafnvægi og gerir það að verkum að þú getur unnið vel á þægilegan hátt.
Skoðaðu myndbandið
Löng ending rafhlöðu og þar með vinnutími
- Gtech GT 4.0 er knúið með Lithium-ion rafhlöðu sem gefur 30 mínutna vinnslutíma með hverri 4 klukkutíma hleðslu
Fjölhæfni
- Finnst þér gaman að kantskera grasið? Með því að snúa á skurðhausnum breytist Gtech sláttuorfið í nákvæman kantskera sem gefur garðinum enn snyrtilegra útlit.
Lithium-ion rafhlaða
- 18v Lithium-Ion rafhlöðuna er hægt að hlaða hvort sem rafhlaðan er staðsett í sláttuorfinu eða eina og sér. Þessa rafhlöðu er einnig hægt að nota við Hekkklippurnar HT 3.0 frá Gtech sem gefur þér tvöfdalda endingu og fjölhæfan aflgjafa.
Blöð sem auðvelt er að festa
- Dagar flæktra þráða og kefla eru liðnir - orfblöðin eru auðveld í notkun og smella föst á einfaldan hátt. Með GT 4.0 fylgja 20 blöð og hægt er að versla fleiri.
Öryggið í fyrsta sæti
- Til að koma í veg fyrir það að kveikt sé á vélinni af slysni höfum við bætt við öryggisrofa á sláttuorfið. Þrýsta verður á hlið rofans og aflgjafan á sama tíma til þess að ræsa orfið, sem gerir það öruggt og sérlega einfalt í notkun.