Great British Grooming Co. Gjafasett

Veglegur herra snyrtipungur sem inniheldur rakakrem, andlitsskrúbb og skegg balm frá Great British Grooming. Great British Grooming Moisturiser: Gefur þurri og líflausri húð fullt af raka. Bætir ástand húðarinnar og verndar hana fyrir rakatapi. Smýgur fljótt inn í húðina og skilur ekki eftir sig neinar leifar. Hentar viðkvæmri húð. Great British Grooming Face Scrub: Andlitsskrúbbur sem fjarlægir óhreinindi, hreinsar svitaholurnar og frískar upp á húðina. Hentar viðkvæmri húð. Great British Grooming Beard Balm: Mótunarvara fyrir óþekk skegg sem þarfnast meiri aga en önnur. Temur hár sem á það til að standa út úr og heldur skegginu til haga út daginn. Inniheldur Kókos olíu, Shea smjör og argan olíu til þess að næra skeggið og húðina undir því.