
Gamalt Íslandskort púsl – 1000 bitar
- Áhugavert 1000 bita púsl með mynd af gömlu íslensku landakorti
- Landakortið Islandia kom út árið 1590 og var undirstaða íslenskrar landabréfa í hátt í aðra öld. Höfundar er hvergi getið en kortið er mikið tímamótaverk miðað við fyrri kort. Talið er víst að kortið sé gert af Íslendingi og oftast er nefndur í því samhengi Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum
- Kortið sýnir greinilega hvernig Íslendingar og erlendir ferðlangar skynjuðu landið fyrr á öldum. Lögun og stærð landsins er fjarri því sem nútímakort sýna en til að mynda spannar það 23 lengdargráður sem er meira en helmingsaukning frá réttu lagi og t.d. vantar Vatnajökul!
- Á kortinu er einnig að finna ýmsan fróðleik. Umhverfis landið svamlar mikill fjöldi hvala og ófreskja, ásamt rekavið, hafís og ísbjörnum. Nöfnin á kortinu eru um 250 talsins auk nokkurra lesmálsgreina af vafasömum uppruna. Austan Þjórsár stendur t.d. að þar séu hestar svo fráir að þeir hlaupi 32 km í einum spretti
- Áhugavert og fræðandi púsl með íslenskum kynjaverum, landvættum, eldgosum og kennileitum mikilvæg fyrir Íslendinginn á 17 öld. Sannarlega púsl sem allir ættu að gaman af!
Innihald:
- 1000 bita púsl í ferköntuðum kassa
- Stærð kassa: 36,7 × 27,2 × 6,2 cm
- Aldur: 12+
- Púsluð stærð: 68 × 48,5 cm
- Myndefni : Landslag , Listaverk
- Fjöldi púsla : 1000
Umsagnir
(1)
Lesa fleiri umsagnir