Florealis Rosonia VagiCaps leggangahylki

Rosonia VagiCaps er fljótvirk, staðbundin meðferð við óþægindum í leggöngum s.s. sviða, kláða, særindum og óeðlilegri útferð. Myndar varnarhimnu sem vinnur gegn bakteríu-, sveppa- og veirusýkingum. Stuðlar að náttúrulegri flóru í leggöngum. Græðandi við særindum eftir fæðingu. Mjúk lítil hylki í leggöng, eitt hylki fyrir svefn í eina viku eða eftir þörfum.
Lýsing
Rosonia VagiCaps hylkin leysast hratt upp og eru ætluð til meðferðar á óþægindum (kláða, sviða, útferð) og bólgum í leggöngum og ásamt sýkingum af völdum loftháðra baktería (aerobic vaginitis). Hylkin má einnig nota fyrirbyggjandi meðferð sem og viðbótarmeðferð með lyfjum gegn bakteríu-, sveppa- og veirusýkingum.
Rosonia VagiCaps myndar varnarhimnu yfir viðkomandi svæði sem verndar það frá ertandi efnum og árásum örvera úr umhverfinu. Rosonia VagiCaps myndar kjöraðstæður fyrir slímhúðina að gróa og endurnýja sig.
Rosonia VagiCaps er margprófað og sýna niðurstöður klínískra og forklínískra rannsókna að varan minnkar verulega sviða, kláða, útferð og það viðheldur heilleika slímhúðar.