1. Matvara
 2. Eldum strax

Eldum strax - Vínarsnitsel með kartöflum og piparostasósu

(2)

Veldu vöru

Skref 1

Byrjið á að hita ofninn í 180°c og hita vatn í potti að suðu. Setjið hveiti, pískað egg og brauðraspinn í sitt hvora skálina. Athugið að hveitið er ekki nauðsynlegt en það lætur eggin og raspinn festast betur.

Skref 2

Þegar vatnið í pottinum hefur náð suðu skal bæta kartöflunum útí og leyfa þeim að sjóða í 20-30 mínútur eða þar til fullsoðnar en suðutíminn fer eftir stærð kartaflanna.

Skref 3

Veltið grísasneiðunum fyrst upp úr hveitinu, síðan egginu og loks raspinum. Steikið snitselin uppúr smjöri eða ólífuolíu á vel heitri pönnu í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Færið snitselin síðan í eldfast mót og bakið í ofninum í 10-15 mínútur eða þar til fullelduð.

Skref 4

Hellið sósugrunninum í pott og hitið að suðu, lækkið hitan í miðlungshita þegar suðan hefur komið upp og leyfið sósunni að malla í 5-10 mínútur eða þar til piparosturinn hefur bráðnað og sósan hefur náð passlegri þykkt.

Skref 5

Skerið sítrónuna í báta og berið fram með réttinum, gott er að kreista sítrónusafann yfir kartöflurnar og snitselið eftir smekk, njótið vel!

Pakki fyrir 2 inniheldur: (pakki fyrir 4 er tvöfalt neðangreint magn)

 • 360 gr grísasnitsel
 • 100 gr brauðrasp
 • 1 stk egg
 • 300 gr kartöflur
 • 200 ml sósugrunnur
 • 1/2 sítróna

Næringargildi í 100 g:

 • 160 kcal
 • Fita: 8,8 g
 • Mettuð fita: 4,1 g
 • Kolvetni: 8,1 g
  • Þ.a. sykur 0,6 g
 • Trefjar: 3,3 g
 • Prótín: 12,3 g

Innihaldslýsing: EGG, brauðrasp (HVEITI, maíssterkja, pálmaolía, salt, ger), sósugrunnur (rjómi (RJÓMI, sterkja, E466, E331), kjúklingakraftur (glúkósasíróp, salt, kjúklingafeiti, sítrónusýra, mjólkursýra, kalsíum, hvítur pipar, rósmarín), piparostur (OSTUR, SMJÖR, svartur pipar, E452, E450, E202).

Vörumerki: Eldum strax
Vörunúmer: K212
Taka af óskalista
Setja á óskalista

Umsagnir

(2)
5
x1
4
x0
3
x0
2
x0
1
x1

Ónafngreindur kaupandi vörunnar

Keypti þetta með von um einfaldan en góðan kvöldverð. Er í áskrift hjá öðru fyritækti og hélt að þetta yrði svipað, eða ágætis staðgengill þar til næsti pakki kæmi. Svo var ekki. Í fyrsta lagi eru gefnar rangar leiðbeiningar um hvernig sjóða eigi kartöflur. Þar sem þær voru settar út í vatnið þegar suðan var komin upp hafði ég val um að annaðhvort taka þær úr meðan þær voru ennþá hráar eða leyfa þeim að brenna því vatnið var allt gufað upp. Helmingurinn af réttunum varð semsagt hráar kartöflur. Svo var það sósan, í leiðbeiningunum stóð að hræra þar til sósan næði góðri þykkt. Það gerðist aldrei. Hún varð bara þynnri í pottinum. Og brenndist þrátt fyrir að ég hrærði allan tímann. Þessi "sósugrunnur" var engan veginn nóg til að gera góða sósu, það vantaði betri lýsingu hvað á að gera svið sósugrunn. Grunnur hljómar eins og eitthvað sem er ekki full klárað. Ég pældi mikið í því hetju ég ætti að bæta við. Það eina sem var í lagi var snizelið (fyrir utan að vera frekar seigt kjöt) . Ég viðurkenni fúslega að ég er enginn landsliðs kokkur en ég hefði auðveldlega getað eldað miklu betra snizzel sjálfur. Auk þess hef ég aldrei lent í svona vandræðum með aðrar uppskriftir frá sambærilegum fyrirtækjum, jafnvel þó þeir séu mun flóknari réttir. Ég mæli ekki með Einn, tveir og elda pökkunum fyrir neinn. Þeir eru drasl sem gerir eldamennskuna erfiðari en hún væri annars og útkoman verður vond.

Ónafngreindur kaupandi vörunnar

Keyptum 2 stk en dugði fyrir 5-6 manns. Mjög góður rèttur.
Lesa fleiri umsagnir

Eldum strax - Vínarsnitsel með kartöflum og piparostasósu

(2)
Vörumerki: Eldum strax
Vörunúmer: K212

Veldu vöru

Varan er uppseld
Varan er uppseld