1. Íþrótta- og útivistarvörur
 2. Hjól og bretti
 3. Hlaupahjól og hjólabretti
Það er mikið álag í vöruhúsinu eins og stendur og gæti afhendingum seinkað eitthvað í dag en við reynum að halda seinkunum í algjöru lágmarki. Takk fyrir skilninginn.

CityBlitz Moover rafmagnshlaupahjól

(2)
Vörumerki: CityBlitz
Vörunúmer: 1857
Búið í bili

Skiptu greiðslunum

CityBlitz Moover rafmagnshlaupahjól

(2)

Skiptu greiðslunum

Nánari upplýsingar

 • Dekkjastærð: 8,5" 
 • Mótor: 250W
 • Hámarkshraði: 20 km/klst
 • Drægni: 20 - 30 km (fer eftir ökulagi)
 • Hámarksþyngd ökumanns: 120 kg
 • Bremsur: Electrónísk bremsa, Diskabremsa að aftan
 • Digital skjár
 • IPX4 vatnsvarið
 • Samanbrjótanlegt
 • Standari

Rafhlaða

 • 7500 mAh
 • 36V
 • Hleðslutími: c,a 3 klst

Mál og þyngd

 • Þyngd: 12,65 kg

Vinsældir vélknúinna hlaupahjóla hafa aukist að undanförnu hér á landi. Hér má finna helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi (fengið af vef samgöngustofu):

Þarf að nota hjálm á rafmagnshlaupahjóli?

 • Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm. Mælt er með því að fullorðnir noti einnig hjálm enda mikilvægur öryggisbúnaður.

Er aldurstakmark til að aka rafmagnshlaupahjóli

 • Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á vélknúin hlaupahjól en ávallt skal fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Auk þess eru rafhlaupahjólaleigur yfirleitt með aldurstakmark á notkun hjólanna.

Má aka um með farþega á rafhlaupahjóli?

 • Nei

Má aka á akbraut (götu) á rafmagnshlaupahjóli?

 • Nei, í umferðarlögum kemur fram að það má ekki aka rafknúnu hlaupahjóli á akbraut.

Má aka á rafmagnshlaupahjóli á hjólastígum?

 • Já það má. Ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða göngustíg skal notast við hjólastíga frekar en gangstétt eða gangstíg.

Má aka á rafmagnshlaupahjóli á gangstétt eða gangstígum?

 • Já, það má. Ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða göngustíg skal notast við hjólastíga frekar en gangstétt eða gangstíg.
 • Ef hjólað er á gangstétt eða göngustíg gilda sömu reglur um hlaupahjól þar eins og reiðhjól.
  • Þegar hjólað er á gangstéttum og gangstígum skal það gert með því skilyrði að það valdi ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum.
  • Gangandi vegfarendur eiga forgang og hjólandi þarf að taka tillit til þess, ekki síst hvað hraða varðar.
  • Almennt ættu allir vegfarendur að miða við að í gildi sé hægri umferð og að taka eigi fram úr vinstra megin.
  • Þar sem merki aðgreina umferð gangandi annars vegar og hjólandi hins vegar skal virða þau.
  • Hjólreiðamaður þarf að hafa í huga að gangandi vegfarandi býst ekki við hröðum og skyndilegum framúrakstri hjólreiðamanns á stígnum. Því er mikilvægt að hjólandi hægi vel á sér og gefi hljóðmerki tímanlega áður en komið er að viðkomandi eða áður en komið er að blindhorni eða beygju.

Má fara hjólandi yfir götu (eða gangbraut) á rafmagnshlaupahjóli?

 • Já, það má. Mikilvægt er að hægja vel á sér og gæta vel að umferð um akbrautina. Ef hjólandi er óhætt að fara yfir skal það gert á gönguhraða.
 • Þegar hjólandi kemur að ljósastýrðum gatnamótum eða gangbrautum ber honum líkt og öðrum vegfarendum að stöðva á rauðu ljósi og fara ekki yfir fyrr en grænt ljós hefur kviknað.

Má aka á rafmagnshlaupahjóli eftir að hafa neytt áfengis?

 • Nei, áfengi og hjólreiðar eiga enga samleið frekar en áfengi og akstur enda bannað með lögum.

Má nota farsíma eða snjalltæki við akstur á rafhlaupahjóli?

 • Nei, snjalltækja- og farsímnotkun á hjóli er bönnuð samkvæmt lögum. Stöðva ber hjólið áður en síminn er notaður.

Má leggja rafmagnshlaupahjóli hvar sem er?

 • Leggja skal rafhlaupahjóli þannig að það það hindri ekki för annarra vegfarenda, valdi óþægindum eða skapi slysahættu. Rafhlaupahjólum skal ekki lagt á miðri gangstétt, stígum, við rampa, fyrir inngöngum húsa eða við gönguþveranir. 

Þurfa að vera einhver sérstök ljós á rafmagnshlaupahjóli?

 • Já, mikilvægt er að vera með öflug og góð ljós - hvítt að framan og rautt að aftan.
  • Skylt er að vera með ljós þegar skyggja tekur.
  • Endurskin á að vera á hjólinu, bæði að framan og aftan.

Má breyta rafmagnshlaupahjóli þannig að það komist hraðar en 25 km á klst.?

 • Nei, það er ólöglegt að eiga við rafhlaupahjól þannig að þau komist hraðar.

Þarf tryggingar?

 • Engin vátryggingarskylda er á þessum hjólum en eigendur eru hvattir til að leita ráða hjá tryggingafélögum varðandi ábyrgðartryggingar.
Vörumerki: CityBlitz
Vörunúmer: 1857
Taka af óskalista
Setja á óskalista

Umsagnir

(2)
5
x0
4
x2
3
x0
2
x0
1
x0

Ónafngreindur kaupandi vörunnar

virkilega öflugt. Það er ekki flókið að læra á hjólið og auðvelt að bremsa

Ónafngreindur kaupandi vörunnar

Er mjög sátt með hlaupahjólið
Lesa fleiri umsagnir
Búið í bili