1. Heimili og gjafavara
  2. Grill og garðvörur
  3. Gas og rafmagnsgrill

Char Broil performance 340B 3ja brennara gasgrill

(3)
Frí heimsending

Skiptu greiðslunum

Postulínshúðaðar grillgrindur

Einstaklega endingargóð postulínshúð er á grillgrindunum, sem kemur í veg fyrir að þær rygði og auðvelt er að þrífa grindurnar. Svo er svo gott og þægilegt að grilla á postulínshúðuðum grindum.

Grind til að halda heitu

Efri grindin er nauðsynleg á góðum grillum. Hún hentar mjög vil til að halda mat heitum, eða rista t.d. hamborgarabrauð eða önnur brauð. Mjög einfalt er að taka grindina af og setja aftur á.

Allt á sínum stað – og góðum stað!

Grillið er á fjórum hjólum svo auðvelt er að færa það á pallinum – eða hvar svo sem meistarinn vill grilla. Tveimur hjólunum er hægt að læsa svo grillið sé stöðugt þegar fjörið byrjar.

Stálbrennarar

Brennararnir eru eitt aðalmálið þegar kemur að góðu gasgrilli. Hér erum við með sterka og gæða stálbrennara sem eru hannaðir til þessa að endast og endast! Góða skemmtun.

Hliðarhella

Þessi er snilld. Aukabrennari á hliðarborði svo kokkurinn getir t.d. gert sósuna við grillið. Þá er allt á einum stað.

Hliðarborð

Ígildi aðstoðarkokks! Það er gaman að grilla og það verður líka að vera þægilegt, rétt eins og í eldhúsinu. Hliðarborðin eru góð fyrir áhöldin og henta vel sem vinnuborð. Hægt að fella niður.

Surefire® rafkveikjur

Rafkveikja fyrir hvern brennara – þú bara fírar upp í grillinu með því að styðja einu sinni á kveikjuna. Engar eldspýtur – ekkert vesen – bara þægindi.

Hitamælir á loki

Fylgstu með gangi mála án þess að opna grillið eða vera með ágiskanir. Hitamælirinn er á lokinu og sýnir þér hitann á grillinu. Allt fyrir kokkinn.

Ábyrgð

Tveggja ára ábyrgð er á grillinu.

Eiginleikar
Vörumerki: Char broil
Vörunúmer: 116472
Taka af óskalista
Setja á óskalista

Umsagnir

(3)
5
x1
4
x1
3
x1
2
x0
1
x0

Jónas Höskuldsson

Grillið er æði, ekki erfitt að setja saman, fengum heimsendingu með, það er stærra en það virðist vera á myndinni, gashnúðarnir passa fínt í lófa! er mjög sátt við grillið. en þurftum samt að sækja grillið á pósthús, því að pósturinn sendir ekki svona þungar sendingar alla leiðina heim þar sem ég bý, en það var ekkert tekið fram þegar ég keypti grillið. heldur þurfti ég að redda því að sækja grillið á næsta pósthús þrátt fyrir heimsendingu.

Svava Agnarsdóttir

Ánægð með grillið þó svo ég sé ekki farin að nota það vegna þess að þrýstijafnara og slöngu vantaði. Það á að koma næstu daga svo ég vona að ég geti farið að grilla sem fyrst.

Helga Rakel Arnardóttir

Flott grill og virkar eflaust vel. Erum búin að eiga grillið í viku en höfum því miður ekki getað notað það þar sem 1 vír í brennara er of stuttur. Erum að bíða eftir að fá sendan nýjan. (Keyptum samsetningu sem var ekki vel gerð).
Svar frá Heimkaup.is: Afsakaðu þetta innilega, Við þurfum klárlega að lagfæra þetta með þér, Gætir þú sent á okkur línu og við kippum þessu í liðinn :) Kveðja, Starfsfólk Heimkaup.is
Lesa fleiri umsagnir

Char Broil performance 340B 3ja brennara gasgrill

(3)
Vörumerki: Char broil
Vörunúmer: 116472

Skiptu greiðslunum

Varan er uppseld
Frí heimsending
Varan er uppseld