1. Heimili og gjafavara
  2. Grill og garðvörur
  3. Gas og rafmagnsgrill

Char Broil Performance 220B 2ja brennara grill

(8)
Pantaðu núna og fáðu á milli 11:00 og 13:00 á morgun

Skiptu greiðslunum

TRU-Infrared hitastýrikerfi

Char Broil hefur þróað einstakt hitastjórnunarkerfi. TRU-Infrared tæknin frá Char Broil heldur jöfnum hita á öllu grillinu og dregur úr líkunum á eldtungum. Fyrir vikið færðu mun safaríkari mat.

Postulínshúðaðar grillgrindur

Einstaklega endingargóð postulínshúð er á grillgrindunum, sem kemur í veg fyrir að þær rygði og auðvelt er að þrífa grindurnar. Svo er svo gott og þægilegt að grilla á postulínshúðuðum grindum.

Grind til að halda heitu

Efri grindin er nauðsynleg á góðum grillum. Hún hentar mjög vil til að halda mat heitum, eða rista t.d. hamborgarabrauð eða önnur brauð. Mjög einfalt er að taka grindina af og setja aftur á.

Allt á sínum stað – og góðum stað!

Grillið er á fjórum hjólum svo auðvelt er að færa það á pallinum – eða hvar svo sem meistarinn vill grilla. Tveimur hjólunum er hægt að læsa svo grillið sé stöðugt þegar fjörið byrjar.

Stálbrennarar

Brennararnir eru eitt aðalmálið þegar kemur að góðu gasgrilli. Hér erum við með sterka og gæða stálbrennara sem eru hannaðir til þessa að endast og endast! Góða skemmtun.

Hliðarborð

Ígildi aðstoðarkokks! Það er gaman að grilla og það verður líka að vera þægilegt, rétt eins og í eldhúsinu. Hliðarborðin eru góð fyrir áhöldin og henta vel sem vinnuborð. Hægt að fella niður.

Surefire® rafkveikjur

Rafkveikja fyrir hvern brennara – þú bara fírar upp í grillinu með því að styðja einu sinni á kveikjuna. Engar eldspýtur – ekkert vesen – bara þægindi.

Hitamælir á loki

Fylgstu með gangi mála án þess að opna grillið eða vera með ágiskanir. Hitamælirinn er á lokinu og sýnir þér hitann á grillinu. Allt fyrir kokkinn.

Ábyrgð

Tveggja ára ábyrgð er á grillinu.

Char-Broil® TRU-Infrared

Char-Broil® TRU-Infrared

Eiginleikar
Vörumerki: Char broil
Vörunúmer: 140740
Taka af óskalista
Setja á óskalista

Umsagnir

(8)
5
x3
4
x4
3
x1
2
x0
1
x0

Ónafngreindur kaupandi vörunnar

Grill á flottu verði. Held samt að eldunargrindin sjálf, það verði leiðinlegt að þrífa hana til lengdar.

Ónafngreindur kaupandi vörunnar

Flott grill jafn hiti á fletinum.

Ónafngreindur kaupandi vörunnar

Guðlaugur Jóhann Snorrason

Ég er sáttur með grillið. Eitt sem ég komst að varðandi þrifin, það fer aðeins meiri tími í að þrífa grindina á þessu grilli heldur enn hefðbundnum grindum, það vill brenna soldið fast við á milli í raufunum og þá sérstaklega ostur! Annars bara ánægður með það.

Jianne Lerraine Fantonial Pros

Lesa fleiri umsagnir

Char Broil Performance 220B 2ja brennara grill

(8)
Vörumerki: Char broil
Vörunúmer: 140740

Skiptu greiðslunum

59.990 kr.
Pantaðu núna og fáðu á milli 11:00 og 13:00 á morgun
59.990 kr.