Better You C-vítamín munnúði 25 ml

C vítamín er án efa lífsnauðsynlegt vítamín og gegnir fjölmörgum mikilvægum hlutverkum í starfsemi líkamans. Flestir þekkja hlutverk þess fyrir ónæmiskerfið og taka það inn sem bætiefni til að efla viðnám líkamans gegn hinum ýmsu kvillum. C vítamín er einnig mikilvægt fyrir myndun kollagens sem er eitt af byggingarefnum líkamans, fyrir betri upptöku og nýtingu á járni úr fæðunni og spilar stórt hlutverk sem verndandi andoxunarefni.
C vítamín munnúðinn frá Better You inniheldur að auki grænt te, B2 vítamín sem er gríðarlega mikilvægt vítamín fyrir orkubúskap fruma og selen sem er eitt hinna svokölluðu andoxunar næringarefna líkamans.
C vítamín blandan frá Better You er frábrugðin flestum C vítamínum á markaðnum þar sem það er í munnúðaformi sem gerir það afar hentugt í notkun. Munnúðinn skilar næringarefnum beint út í blóðrásina í gegnum slímhúð í munni.
Notkun: 4 úðar á dag (samtímis eða dreift yfir daginn)
- Hristið vel fyrir notkun
- Úðið innan í kinn og haldið þar í nokkrar sekúndur
- Börn 1-5 ára = 1 úði á dag
- Börn 6-12 ára = 2 úðar á dag (samtímis eða dreift yfir daginn)
Magn: 25 ml (128 sprey/32 dagar)
Geymist þar sem börn sjá ekki og ná ekki til
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Vítamín og fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis.
Innihald í ráðlögðum neysluskammti (4 úðar):
- C-vítamín: 100 mg
- B2-vítamín (ríbóflavín): 1,4 mg
- Selen: 55 uq
- Green tea extract: 0,5 mg
Önnur innihaldsefni: Water, diluent (xylitol), acerola cherry extract, acidity regulator (citric acid), preservative (potassium sorbate), natural flavouring (cherry and blueberry).