Barnabarnabókin - Líf mitt í fáum orðum

Þessi bók er úrvals gjöf frá afa og ömmu til barnabarna sinna. Hún er stútfull af spurningum og amma og afi eiga að skrifa svörin í bókina. Auk þess geta þau sett myndir inn.
Samband kynslóðanna getur verið annmörkum háð. Liðinn er sá tími að kynslóðirnar búi saman. Nú er oft langt á milli fólks í fleiri en einum skilningi og stundum nást ekki innihaldsrík samtöl þó ekki skorti samkvæmi, síma og tölvur. Barnabarna-bókin gefur aukin tækifæri.
Það er skemmtilegt og gefandi verkefni að vinna við skrifin í bókina, Af nógu er að taka fyrir fólk sem lifað hefur langa æfi, býr að þekkingu og einstæðri reynslu og vill miðla henni til sinna nánustu. Þegar fram líða stundir verða þessar heimildir um líf ömmu og afa fjársjóður fyrir afkomendur þeirra.
Með spurningum sínum rifjar bókin jafnframt upp æsku og unglingsár, viðburði, sigra og góða tíma.
- Gerð : Innbundin
- Höfundur : Ólafur B. Schram
- Útgáfuár : 2021