
Áttunda dauðasyndin er spennusaga um hluti sem við viljum halda leyndum, um mannlegan breyskleika og skelfileg leyndarmál. Sálartryllir sem rígheldur lesandanum og býður upp á óvænt endalok.
Nóra er vinsæll álitsgjafi, rithöfundur og fyrirlesari. Hún telur lesendum sínum og áheyrendum trú um að allir geti orðið hamingjusamir og náð árangri í lífinu, bara ef þeir vilja og leggja sig fram. Það gerði hún nefnilega sjálf fyrir tíu árum, eftir að hún datt ofan af sjöundu hæð í stigahúsinu heima hjá sér og var næstum dáin. Sjálf man hún bara óljóst eftir þeim atburði. Einn daginn flytur Klara inn í húsið beint á móti henni og það kemur róti á lífið í hverfinu. Á sama tíma hefst Nóra handa við að skrifa enn eina metsölubókina – um dauðasyndirnar – en það gengur ekki vandræðalaust fyrir sig. Hægt og bítandi eltir fortíðin hana uppi. Kannski var það sem gerðist fyrir tíu árum ekkert slys?
Áttunda dauðasyndin sló heldur betur í gegn í Svíþjóð þegar hún kom út. Rebecka Edgren Aldén er yfirmaður sviðs hugmynda- og skapandi verkefna hjá tímaritaútgáfu Bonnier í Svíþjóð og Áttunda dauðasyndin er hennar fyrsta bók.
- Höfundur: Rebeck Edgren Aldén
- Þýðandi: Sigurður Þór Salvarsson
- Útgáfuár: 2018
- Blaðsíður: 336
- Kilja
- Gerð : Kilja
- Höfundur : Rebeck Edgren Aldén
- Tegund : Spenna
- Útgáfuár : 2018