
Leikstjórn: Sam Raimi
Íslenskur texti
Í þessu framhaldi af Evil Dead myndunum, ferðast afgreiðslumaður aftur í tímann og lendir í miðaldakastala, þar sem ill öfl ráða ríkjum. Afgreiðsmaðurinn, sem upphaflega er álitinn óvinur, er síðar talinn vera spámaður og bjargvættur sem getur fundið Necronomicon bókina, sem getur aflétt illum álögum. Til allrar óhamingju þá fer hann rangt með töfraorð, og reisir þar með upp her af beinagrindum. Nú hefst baráttan fyrir alvöru og afgreiðslumaðurinn þarf að nota aðferðir 20. aldarinnar í baráttunni við myrkraöflin.
Taka af óskalista
Setja á óskalista
Lesa fleiri umsagnir