
Upprunaland: Spánn
Apríkósur (Prunus armeniaca) eru járnríkar og innihalda mikið magn af A-og C-vítamíni sem gerir það að verkum að járnið í þeim nýtist sérstaklega vel. Apríkósur eru einstaklega góðar í baksturinn, út á grauta og í sultugerð.
Hvernig er best að geyma apríkósur?
Ef apríkósurnar eru ekki fullþroskaðar er gott að geyma þær við stofuhita í 1-3 daga. Eftir það geymast þær í kæli í 4-5 daga.
Notkunarleiðbeiningar:
Þvoið ávöxtinn vel fyrir notkun. Skerið í kringum steininn, snúið helmingunum í sitthvora áttina og fjarlægið steininn.
Taka af óskalista
Setja á óskalista
Lesa fleiri umsagnir