Apple Watch SE LTE Nike 40 mm
Skiptu greiðslunum

Nike útgáfa með LTE - það er innbyggt eSIM svo þú getur notað það eins og síma, án símans!
Nýja Watch SE úrið frá Apple er hlaðið eiginleikum en á hagstæðu verði. Bjartur Retina skjárinn lifnar við um leið og þú lyftir hendinni og lítur á úrið.
Í úrinu er geysiöflugur S5 tveggja-kjarna 64-bita örgjörvi.
Með innbyggðu GPS og áttavita mælir það hraða, skref, vegalengd og staðsetningu af mikilli nákvæmni og getur jafnvel látið neyðarlínu eða aðstandendur vita hvort notandinn hafi dottið.
Apple Watch ýtir við þér með léttri snertingu - minnir þig á að sitja minna, standa upp og hreyfa þig reglulega.
Hinn nákvæmi hjartsláttarmælir getur varað þig við frávikum og mælir púlsinn reglulega.
Apple Watch er líka framlenging á upplýsingum úr iPhone símanum þínum:
- þú svarar símtölum og hringir handfrjálst og hátalarinn í úrinu býr nú yfir enn meiri styrk
- þú færð skilaboð, tölvupóst og tilkynningar að eigin vali, stjórnar tónlistinni, tekur mynd á símann og margt fleira sem þig óraði ekki fyrir.