
Apple Airpods 2019
(3)

Apple AirPods með hleðsluboxi. AirPods munu örugglega breyta því hvernig þú notar heyrnartól! Einfaldleiki og tækni sameinast á einstakan hátt og útkoman er töfrum líkust.
Þegar þú tekur þau úr hleðsluboxinu kveikja þau sjálfkrafa á sér og tengjast
þínum iPhone, Apple Watch, iPad, eða Mac án fyrirhafnar með tækjum sem eru skráð á þinn iCloud reikning. Tölvan þarf macOS 10.14.4, iPhone þarf iOS 12.2 og úrið watchOS 5.2.
Þú stýrir aðgerðum með því að snerta eða tappa létt á heyrnartólin meðan
þú ert með þau í eyrunum. Þú getur líka notað raddstýringu, t.d. til að
hækka og lækka hljóðstyrk, skipta um lag, hringja o.fl.
Apple H1 örgjörvinn og innbyggðir skynjarar nema hvort annað eða
bæði tækin séu í notkun. Þannig stýra þeir orkunýtingu á sem bestan hátt
og sjá til þess að allt hljóð heyrist sem best.
Hljóðnemarnir eru líka með búnað sem tryggir að þeir nái röddinni þinni
sem best, en útiloki sem mest af umhverfishljóðum.
Allt er þetta gert til að gera upplifun þína sem þægilegasta
og ekki hvað síst til að færa þér fínustu hljómgæði.
Tengingar
- AirPods: Bluetooth
- Hleðsluboxið: Lightning tengi
AirPods skynjarar (í sitthvorum):
- Tveir "beam-forming" hljóðnemar
- Tveir ljósnemar
- Hreyfi- og hröðunarskynjari
- Talskynjari
Orkunotkun og rafhlaða:
- AirPods með hleðsluboxi: Rúmlega 24 klst. í hlustun, allt að 18 klst. taltími
- AirPods (fullhlaðin): Allt að 5 klst. í hlustun, allt að 3 klst. taltími
- 15 mínútur í hleðsluboxinu gefa 3 klst. í hlustun eða um 2 klst. taltíma
- Samkvæmt prófunum sem Apple gerði í febrúar 2019