
Skuggasund
3.690 kr.
Pantaðu fyrir 08:00 og fáðu milli 09:00 og 11:00

- Einstæðingur finnst látinn í íbúð sinni í Reykjavík. Á skrifborði hans liggja blaðaúrklippur frá stríðsárunum þar sem sagt er frá óhugnanlegu morði: stúlka fannst kyrkt bak við Þjóðleikhúsið sem var á þeim tíma birgðastöð fyrir herinn
- Lögreglumaður kominn á eftirlaun fréttir af málinu og forvitni hans vaknar. Hann hefur áður heyrt um stúlkuna en hvers vegna skyldi nokkur maður geyma fregnir af dauða hennar?
- Skuggasund er sautjánda bók Arnaldar Indriðasonar. Hér fetar hann ótroðnar slóðir í fylgd nýrra sögupersóna; annars vegar í samtímanum og hins vegar á árum síðari heimsstyrjaldar
- Arnaldur hefur um langt skeið notið gríðarlegrar hylli lesenda og gagnrýnenda heima og erlendis. Bækur hans hafa verið þýddar á tugi tungumála, selst í milljónum eintaka og aflað höfundinum verðlauna og virðingar víða um lönd
- Skuggasund hefur nú þegar hlotið virt alþjóðleg bókmenntaverðlaun: hin spænsku Premio RBA de Novela Negra 2013 sem veitt eru fyrir óútgefna glæpasögu og var sagan valin úr hátt í tvö hundruð handritum frá ýmsum löndum. Bókin kemur samtímis út á spænsku og íslensku
- „Á pari við meistaraverkin Mýrin og Grafarþögn Í Skuggasundi er Arnaldur einsog hann gerist bestur. Bókin er vel stíluð, grípur á fyrstu síðum og heldur fast til enda.“ – Björgvin G. Sigurðsson / Pressan.is
- „[Arnaldur] kann þá list að tengja saman tvenna tíma upp á tíu og sýnir hér allar sínar bestu hliðar í bók sem hlýtur að teljast með hans allra bestu verkum.“ – Þórarinn Þórarinsson / Fréttatíminn
- „Vel unnin og þrauthugsuð saga á tveimur tímaplönum. Sögusvið, persónusköpun og bygging haldast í hendur við að gera Skuggasund að einni bestu bók Arnaldar.“ – Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið
- „Arnaldur sýnir allar sínar bestu hliðar mjög vel skrifuð bók, hún er þétt með eftirminnilegum persónum.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
- „Sagan rígheldur, hún er alveg pottþétt. Þetta er listilega ofið maður leggur hana ekki frá sér.“ – Sigurður G. Tómasson / Kiljan
- Höfundur : Arnaldur Indriðason
Taka af óskalista
Setja á óskalista
Lesa fleiri umsagnir