Guli miðinn Barnavítamín 120 töflur

BarnaVít er fjölvítamínblanda fyrir börn, bragðgóðar tyggitöflur, sem eru framleiddar með íslenskar aðstæður í huga, þar sem magn vítamína og steinefna hefur verið ákvarðað með hliðsjón af ráðlögðum dagsskömmtum í töflu manneldisráðs.
BarnaVít inniheldur valin bætiefni til að viðhalda nægum forða allra mikilvægustu vítamína og steinefna, ekki síst þegar að næringarvenjur uppfylla ekki bætiefnaþörf barns.
Ekki er óalgengt að vanti upp á grænmetis og ávaxtaneyslu barna og því tryggir BarnaVít nauðsynlegan skammt vítamína, steinefna og snefilefna til að komast hjá skorti. BarnaVít inniheldur náttúruleg bragðefni úr ávöxtum og fruktósa.
Hentar frá um 2 ára aldri, eða þegar börnin ráða við að tyggja töflurnar. Hafið ávallt eftirlit með barninu þegar það tekur töflurnar.
Notkunarleiðbeiningar: 2 töflur á dag fyrir börn eldri en 4 ára, 1 tafla á dag fyrir yngri börn
Magn: 120 töflur - 2-4 mánuðir
Innihald í 1 töflu:
A vítamín (palmitate og 20% beta carotene) 1200mcg, C vítamín (ascorbic acid) 25mg, D3 vítamín (cholecalciferol) 200AE/5mcg, E vítamín (acetate) 4,5mg, B1 (thiamine mononitrate) 1mg, B2 (riboflavin) 1mg, B3 (niacinamide) 7,5mg, B6 (pyridoxine HCl) 1mg, fólínsýra 100mcg, B12 (cyanocobalamin) 1,5mcg, biotin 15mcg, B5 (calcium pantothenate) 5mg, kalk (carbonate) 5mg, járn (ferrous fumarate) 2,5mg, joð (potassium iodide) 25mcg, magnesium (oxide) 6mg, mangan (gluconate) 0,5mg, cholie bitartrate 2,5mg, inositol 2,5mg, PABA 2,5mg.
Önnur innihaldsefni:
Súkrósi, frúktósi, sítrónusýra, náttúrulegt appelsínubragð, magnesíum stearate, silicon dioxide, náttúrulegt sítrónubragð, þaraduft.
Laust við: Mjólkurvörur, egg, fisk, skelfisk, trjáhnetur, jarðhnetur og hveiti.
Geymist þar sem börn sjá ekki og ná ekki til
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Vítamín og fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis.