Guli miðinn B12, B6 og fólínsýra töflur 90 stk

B12 vítamín, eða kóbalamín, er vatnsleysanlegt vítamín. B12 er nauðsynlegt fyrir heilbrigðan vöxt fruma, frumuskiptingu, heilbrigði tauga, húðar og slímhúðar. B12 er einnig mikilvægt fyrir eðlilega blóðmyndun. B-12 er nauðsynlegt fyrir efnaskipti próteina, fitu og kolvetna. Það er nauðsynlegt fyrir allan frumuvöxt, sérstaklega í meltingarfærum, beinmerg og taugavefjum.
Notkunarleiðbeiningar: 1 tafla á dag með mat
Magn: 90 töflur - 3 mánuðir
Innihald í 1 töflu: B12 (cyanocobalamin) 100mcg, B6 (pyridoxine HCl) 5mg, fólínsýra 100mcg.
Önnur innihaldsefni: tvíkalsíum fosfat, örkristallaður sellulósi, sterkja, sterínsýra, magnesíumsterat, kísildíoxíð
Laust við: Mjólkurvörur, egg, fisk, skelfisk, trjáhnetur, jarðhnetur, hveiti og soja.
Ráðlagður dagskammtur af B12:
- 6-11 mán: 0,5 µg
- 12-23 mán: 0,6 µg
- 2-5 ára: 0,8 µg
- 6-9 ára: 1,3 µg
- KVK og KK 10 ára og eldri: 2,0 µg
- Á meðgöngu: 2,0 µg
- Með barn á brjósti: 2,6 µg
Geymist þar sem börn sjá ekki og ná ekki til
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Vítamín og fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis.