
Frábær borðspilapakki frá Iello sem sameinar borðspil og tölvuleiki, þ.e.a.s. tölvuleikir eru settir í borðspilaform og reynt að líka eftir tölvuleikjaupplifuninni með "fjarstýringum" sem gerir leikmönnum kleift að ákvarða átt, merki og gildi sem notuð eru í leikunum. Í kassanum eru þrjú spil; Pixoid, Outspeed og Stadium.
Pixoid
Spennandi völundarhúsaleikur yrir 3-4 leikmenn, 6 ára og eldri. Einn leikmaðurinn leikur Pixoid sem er á flótta undan böggunum sem elta hann um leikborðið. Skiptst er á að leika Pixoid í hverri umferð og sá stigahæsti í lok leiks sigrar.
Outspeed
Kappaksursleikur fyrir 3-6 leikmenn, 8 ára og eldri. Þetta er enginn venjulegur kappakstur heldur kappakstur um geiminn á geimflaugum! Leikmenn nota fjarstýringarnar til að ákveða stefnu sína og reyna að vera fyrstir í mark. Einnig þarf að beita kænsku og leggja stein í götu andstæðinganna, sem og að gæta að eigin geimskipi.
Stadium
Íþróttaleikur fyrir 4 eða 6 leikmenn, 10 ára og eldri. Leikmenn nota fjarstýringarnar til að setja ákveðið orkumagn í hverja þraut og reyna að vinna verðlaun. Stundum þarf að vinna í liði og stundum á eigin spýtur. Sá sem hefur flest sigurstig í leikslok sigrar.
Aldur: 6+
Innihald:
- 24 Kubbar
- 5 Teningar
- 6 ‚fjarstýringar‘
- 3 kassar með mismunandi leikjum og íhlutum:
Pixoid:
- 4 físar sem mynda leikborð
- 8 jaðarflísar sem mynda jaðar um leikborðið
- 6 persónuflísar
Outspeed:
- 3 framvinduborð
- 6 skip
- 32 bónusskífur
- 16 brautarflísar
- 7 orkumúrsskífur
Stadium:
- 16 þrautaflísar
- 2 verðlaunaspjöld
- 6 íþróttamannsspjöld
- Merki fyrsta leikmanns
- Körfuboltamerki
- Flokkur : Borðspil